Enski boltinn

Danny Drinkwater fjár­festi illa og starfar nú sem iðnaðar­maður

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Danny Drinkwater við störf á byggingarsvæði.
Danny Drinkwater við störf á byggingarsvæði. instagram

Danny Drinkwater, fyrrum leikmaður Leicester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hætti í fótbolta og starfar í dag sem iðnaðarmaður. Hann hefur fjárfest illa eftir að ferlinum lauk en segir að um val sé að ræða þegar fylgjendur hans gerðu grín að byggingarvinnunni.

Drinkwater var hluti af meistaraliði Leicester 2016 en náði aldrei neinum hæðum hjá Chelsea eftir að hafa skipt þangað 2017. Hann var síðast á mála hjá Reading en lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa ekki spilað síðan 2022.

Síðan þá hefur hann fjárfest í veitingastað sem lokaði og næturklúbbi sem fór á hausinn í síðasta mánuði. Nú vinnur hann sem iðnaðarmaður á byggingarsvæði og birti mynd af sér við störf á samfélagsmiðlinum Instagram.

Einn fylgjandi hans svaraði færslunni og sagði um lágpunkt að ræða, en Drinkwater segir að um val sé að ræða og hann elski vinnuna.

Danny Drinkwater við störf á byggingarsvæði.instagram
Svar við skilaboðum frá fylgjanda.instagram

Drinkwater hefur áður opnað sig um baráttu við drykkjusýki og geðræn vandamál. Eftir að hann yfirgaf Chelsea bað hann stuðningsfólk félagsins afsökunar á slæmri frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×