Enski boltinn

Thiago meiddur og setur félagaskipti Toney í hættu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Thiago skoraði tvö mörk í leik næturinnar áður en hann neyddist af velli vegna meiðsla.
Thiago skoraði tvö mörk í leik næturinnar áður en hann neyddist af velli vegna meiðsla. Christopher Lee/Getty Images

Igor Thiago meiddist á hné í æfingaleik með Brentford í gærkvöldi sem gæti sett fyrirhuguð félagaskipti Ivans Toney í hættu.

Igor Thiago var fenginn til Brentford í febrúar og varð dýrustu kaup í sögu félagsins. Honum var ætlað að koma í stað Ivan Toney sem hefur lengi verið orðaður við brottför.

Thiago byrjaði æfingaleik gegn AFC Wimbledon og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri en neyddist af velli vegna meiðsla í hægra hné.

Hann hefur verið hrjáður í hægra hnénu síðan í maí en Brentford ákvað að taka sénsinn og leyfa honum að æfa og spila á fullu á undirbúningstímabilinu.

Óttast er að nú sé um alvarleg meiðsli að ræða og Thiago muni missa nokkra mánuði úr.

Það þýðir að Brentford yrði ekki eins tilbúið að láta Toney fara í sumar og muni mögulega fresta sölu hans þangað til í vetrarglugganum.

Brentford hefur þegar tapað háum upphæðum á að selja Toney ekki síðasta sumar, áður en hann var dæmdur í veðmálabann, og er sagt tilbúið að láta hann fara tiltölulega ódýrt á miðju tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×