Hamilton var í viðtali fyrir belgíska kappaksturinn sem er á dagskrá um þessa helgi. Hann var spurður út ungverska kappaksturinn þar sem Max Verstappen keyrði á Hamilton.
Verstappen var mjög ósáttur með taktíkina hjá sínu liði og lenti seinna í árekstri við bíl Hamilton.
Þú ert hluti af liði
„Þú verður að muna eftir því að þú ert hluti af liði. Það er fullt af fólki að vinna í kringum þig og þú verður að haga þér eins og heimsmeistari,“ sagði Lewis Hamilton en Sky Sports segir frá.
Þegar Hamilton var spurður út í það hvernig menn haga sér eins og heimsmeistarar þá svaraði Bretinn:
„Það er góð spurning. Það er alla vega ljóst að hann [Verstappen] gerði það ekki um síðustu helgi,“ sagði Hamilton.
Verstappen sjálfur varði sína hegðun.
„Fólki líkar ekki við hvernig ég tala, segja að ég hlusti ekki eða lækki ekki í mér. Ég er á eftir árangri og hef sannað það. Ég vil nýta öll tækifæri. Fólki finnst að ég eigi ekki að vera svona hávær en þau verða bara eiga það við sig sjálf,“ sagði Max Verstappen.
Allir hreinskilnir hjá Red Bull
Hann sagði líka að allir væru hreinskilnir innan Red Bull liðsins og þar megi allir segja sínar skoðanir.
„Við gagnrýnum hvern annan og það hefur gengið vel. Ég býst ekki við að það breytist,“ sagði Verstappen.
Hamilton vann heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 sjö sinnum þar af fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Verstappen hefur orðið heimsmeistari undanfarin þrjú ár og er á góðri leið með að vinna þann fjórða í röð.
76 stiga forysta
Hollenski formúlukappinn er með 76 stiga forskot í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endaði í fimmta sæti í tveimur af síðustu þremur keppnum. Hann vann sjö af fyrstu tíu keppnum ársins og náði yfirburðarforystu.
Verstappen er með 265 stig en næstur kemur með 189 stig. Hamilton er í fimma sætinu með 125 stig en hefur verið allur að koma til.
Hamilton komst á pall í Ungverjalandi sem var í þriðja sinn í síðustu fjórum keppnum sem hann nær því.