Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 11:48 Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum Gaemi í Manila, höfuðborgar Filippseyja, á miðvikudag. Aukin úrkomuákefð er á meðal þess sem reikna má með á hlýnandi jörðu. AP/Joeal Capulitan Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira