Enski boltinn

Meiðslin hrannast upp hjá Man. Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford er einn af þeim leikmönnum sem hafa meiðst í ferðinni.
Marcus Rashford er einn af þeim leikmönnum sem hafa meiðst í ferðinni. EPA-EFE/PETER POWELL

Æfingaferð Manchester United til Bandaríkjanna er að taka sinn toll því hver leikmaðurinn á fætur öðrum meiðist.

Alls hafa fjórir leikmenn meiðst í ferðinni og þar með er nýja stjarnan Leny Yoro sem félagið keypti fyrir 52 milljónir punda á dögunum.

Yoro meiddist á fæti í fyrsta leik og verður líklega frá í þrjá mánuði.

Danski framherjinn Rasmus Hojlund er frá í sex vikur eftir að hafa tognað aftan í læri.

Marcus Rashford skoraði í leiknum á móti Real Betis í nótt en fór síðan meiddur af velli.

Brasilíumaðurinn Antony fór síðan einnig meiddur af velli í þessum leik í nótt.

Meiðsli settu mikinn svip á tímabil United í fyrra og það er ekki skemmtilegt fyrir stuðningsmenn félagsins að sjá meiðslin líka hrannast upp í aðdraganda nýs tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×