Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira