Gagnrýnir fjárhagsreglurnar eftir að Chelsea seldi Gallagher Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Enzo Maresca ræddi við blaðamenn um söluna á Conor Gallagher. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn stjóri Chelsea, gagnrýnir regluverk ensku úrvalsdeildarinnar sem hann segir hvetja félög til að selja uppalda leikmenn frá sér. Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira