Enski boltinn

Fyrrum Englandsmeistari færir sig yfir í hnefaleikahringinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Danny Simpson sést hér hægra megin á myndinni fagna Englandsmeistaratitlinum með Wes Morgan.
Danny Simpson sést hér hægra megin á myndinni fagna Englandsmeistaratitlinum með Wes Morgan. Shaun Botterill/Getty Images

Danny Simpson, fyrrum leikmaður Leicester City og Manchester United, lagði skóna á hilluna fyrr á árinu. Hann hefur nú ákveðið að skipta um íþrótt og gerast hnefaleikakappi. Fyrsti bardaginn verður þann 31. ágúst gegn YouTube-stjörnunni Danny Aarons.

Bardaginn er skipulagður af Misfits Boxing sem samfélagsmiðlamógullinn KSI fer fyrir.

Danny Aarons átti að berjast við TikTok-stjörnuna Brandon ‘Beavo’ Beavis þann 31. ágúst en hann dró sig frá vegna meiðsla.

Vegna meiðslanna var Danny Simpson fenginn í staðinn en þetta verður hans fyrsti bardagi á ferlinum.

„Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég væri kannski ekki að fara að berjast en svo fæ ég símtal sem sagði að það væri fyrrum fótboltamaður klár í slaginn. Ég vissi ekki einu sinni hver það væri en ég var til í það,“ sagði mótherjinn Danny Aarons.

Danny stefndi á að verða þjálfari og sást stundum á hliðarlínunni hjá Manchester United undir lok síðasta tímabils.James Gill - Danehouse/Getty Images

Danny Simpson var hluti af goðsagnakenndu liði Leicester City sem varð Englandsmeistari 2015-16. Hann fór frá félaginu 2019, flakkaði um neðri deildirnar og lagði svo skóna á hilluna í byrjun árs 2024.

Þá sneri hann aftur til uppeldisfélagsins Manchester United og ætlaði sér að verða þjálfari en hefur tekið heldur breytta stefnu í lífinu.


Tengdar fréttir

Rooney ræðir við KSI um boxbardaga

Wayne Rooney á nú í viðræðum við bardagamótshaldarann og samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Talið er Rooney sé opinn fyrir bardaga á árinu og hafi beðið fyrirtæki KSI um að skipuleggja hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×