Enski boltinn

Zaha gæti snúið aftur til Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilfried Zaha er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Crystal Palace.
Wilfried Zaha er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Crystal Palace. getty/Visionhaus

Wilfried Zaha gæti snúið aftur til Crystal Palace aðeins ári eftir að hann yfirgaf félagið.

Zaha gekk í raðir Galatasaray í Tyrklandi í fyrra en nú, aðeins ári seinna gæti hann farið aftur í ensku úrvalsdeildina, og þá líklegast til Palace.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Zaha verði líklega lánaður til Englands þar sem erfitt gæti reynst að selja hann vegna hárra launa hans.

Zaha spilaði 42 leiki fyrir Galatasaray í öllum keppnum á síðasta tímabili en missti sæti sitt í byrjunarliðinu undir lok þess.

Zaha er uppalinn hjá Palace en var keyptur til Manchester United 2013. Hann náði hins vegar aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum og lék aðeins fjóra leiki fyrir þá.

Kantmaðurinn knái sneri aftur til Palace 2014, fyrst á láni og svo alfarið, og spilaði með liðinu til 2023. Zaha er tíundi markahæsti leikmaður í sögu Palace með níutíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×