Enski boltinn

Kaupa fram­herja sem skoraði ekki deildar­mark í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
William Osula er nýjasti leikmaður Newcastle United.
William Osula er nýjasti leikmaður Newcastle United. getty/Harriet Massey

Newcastle United hefur fest kaup á danska sóknarmanninum William Osula frá Sheffield United. Talið er að kaupverðið sé um fimmtán milljónir punda.

Osula lék 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tókst ekki að skora. Hann gerði hins vegar þrjú mörk í ensku bikarkeppninni.

Daninn hefur alls leikið 52 leiki fyrir Sheffield United og Derby County, þar sem hann var í láni tímabilið 2022-23, og skorað átta mörk.

Jason Tindall, aðstoðarmaður Eddies Howe hjá Newcastle, starfaði áður hjá Sheffield United og sagði Howe frá Osula. Howe sagði að hann hefði fylgst með leikmanninum í þrjú ár áður en hann var keyptur til Newcastle.

Osula er sjötti leikmaðurinn sem Newcastle kaupir í sumar. Áður voru Miodrag Pivas, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy, Lloyd Kelly og Lewis Hall komnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×