Enski boltinn

Solanke dýrastur í sögu Spurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominic Solanke er kominn til Tottenham.
Dominic Solanke er kominn til Tottenham. getty/Robin Jones

Tottenham hefur fest kaup á enska framherjanum Dominic Solanke frá Bournemouth. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Spurs en kaupverðið gæti farið upp í 65 milljónir punda.

Solanke skoraði nítján mörk fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann lék alls 216 leiki fyrir liðið og skoraði 77 mörk.

Bournemouth keypti Solanke frá Liverpool 2019. Hann er uppalinn hjá Chelsea en lék aðeins einn leik fyrir aðallið félagsins. Þá var Solanke lánaður til Vitesse Arnheim í Hollandi tímabilið 2015-16. Hann hefur leikið einn A-landsleik fyrir England.

Hinn 26 ára Solanke er fjórði leikmaðurinn sem Tottenham kaupir í sumar. Áður voru Yang Min-hyuk, Lucas Bergvall og Archie Gray komnir til félagsins.

Spurs endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, því fyrsta undir stjórn Anges Postecoglou.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×