Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Vincent Kompany og Jóhann Berg Guðmundsson þurfa ekki að hlusta meira hvor á annan í vetur, því Kompany er farinn til Þýskalands. Samsett/Getty Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira