Stjórinn sem heillaði Stefán er strax hættur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 16:30 Ryan Lowe er búinn að kveðja Preston North End, strax eftir fyrsta leik tímabilsins. Getty/Alex Dodd Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson fékk ekki langan tíma til að kynnast knattspyrnustjóranum Ryan Lowe hjá sínu nýja félagi Preston North End, því Lowe yfirgaf félagið í dag. Stefán Teitur náði því aðeins að spila einn leik undir stjórn Lowe, í 2-0 tapi gegn Sheffield United á föstudaginn í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. „Eftir samræður sem áttu sér stað sunnudaginn 11. ágúst er það sameiginleg ákvörðun að nú sé passlegur tími til þess að gera breytingar,“ segir í tilkynningu frá Preston í dag. Lowe hafði stýrt Preston frá því í desember 2021 og skilað liðinu í 13., 12. og 10. sæti B-deildarinnar á síðustu þremur leiktíðum. Liðið tapaði hins vegar fimm síðustu leikjum sínum í vor og það án þess að skora eitt einasta mark. Mike Marsh mun stýra Preston ásamt þeim Peter Murphy og Ched Evans, að minnsta kosti fyrst um sinn, en félagið hyggst skýra betur frá framtíðaráætlunum sínum í næstu viku. Leist vel á þjálfarann Stefán Teitur kvaðst í samtali við Stöð 2 í sumar ætla sér stóra hluti með sínu nýja félagi, en nú er orðið ljóst að það gerir hann ekki undir stjórn Lowe. „Mér leist vel á þjálfarann eftir að hafa tala við hann og auðvitað lið sem endar í tíunda sæti á síðustu leiktíð og það heillaði að geta stefnt á úrslitakeppnina,“ sagði Stefán Teitur í júlí. „Ein af aðalástæðunum af hverju ég vildi fara til Englands er að England er heimili fótboltans og við viljum allir held ég spila á Englandi. Maður er búinn að alast upp við það að horfa á ensku úrvalsdeildina og því er þetta frábært skref, að koma til Preston,“ sagði Stefán Teitur. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Stefán Teitur náði því aðeins að spila einn leik undir stjórn Lowe, í 2-0 tapi gegn Sheffield United á föstudaginn í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. „Eftir samræður sem áttu sér stað sunnudaginn 11. ágúst er það sameiginleg ákvörðun að nú sé passlegur tími til þess að gera breytingar,“ segir í tilkynningu frá Preston í dag. Lowe hafði stýrt Preston frá því í desember 2021 og skilað liðinu í 13., 12. og 10. sæti B-deildarinnar á síðustu þremur leiktíðum. Liðið tapaði hins vegar fimm síðustu leikjum sínum í vor og það án þess að skora eitt einasta mark. Mike Marsh mun stýra Preston ásamt þeim Peter Murphy og Ched Evans, að minnsta kosti fyrst um sinn, en félagið hyggst skýra betur frá framtíðaráætlunum sínum í næstu viku. Leist vel á þjálfarann Stefán Teitur kvaðst í samtali við Stöð 2 í sumar ætla sér stóra hluti með sínu nýja félagi, en nú er orðið ljóst að það gerir hann ekki undir stjórn Lowe. „Mér leist vel á þjálfarann eftir að hafa tala við hann og auðvitað lið sem endar í tíunda sæti á síðustu leiktíð og það heillaði að geta stefnt á úrslitakeppnina,“ sagði Stefán Teitur í júlí. „Ein af aðalástæðunum af hverju ég vildi fara til Englands er að England er heimili fótboltans og við viljum allir held ég spila á Englandi. Maður er búinn að alast upp við það að horfa á ensku úrvalsdeildina og því er þetta frábært skref, að koma til Preston,“ sagði Stefán Teitur.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira