Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 06:30 Martin Zubimendi vildi á endanum ekki koma til Liverpool. Hér sést hann í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar. Getty/ANP Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira