Enski boltinn

Hefur misst af 264 leikjum undan­farin tíu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Shaw er sjaldan til taks fyrir knattspyrnustjóra Manchester United.
Luke Shaw er sjaldan til taks fyrir knattspyrnustjóra Manchester United. getty/Charlotte Tattersall

Luke Shaw, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið tíður gestur á meiðslalistanum síðasta áratuginn.

United keypti Shaw frá Southampton sumarið 2014. Síðan þá hefur hann leikið 275 leiki fyrir liðið en verið mikið frá vegna meiðsla.

Shaw missti af seinni hluta síðasta tímabils, byrjaði aðeins úrslitaleikinn á EM og í gær greindi United frá því að hann myndi missa af byrjun þessa tímabils vegna kálfameiðsla. Hann verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið í september.

ESPN hefur tekið það saman að síðan Shaw kom til United fyrir áratug hefur hann misst af 264 leikjum fyrir liðið og enska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik 2014 hefur Shaw aðeins leikið 34 landsleiki fyrir England.

Hinn vinstri bakvörðurinn í leikmannahópi United, Tyrell Malacia, er einnig meiddur og því liggur ekki fyrir hver spilar þessa stöðu í leiknum gegn Fulham á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×