Enski boltinn

Liverpool selur einn af ungu strákunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Clark hjálpaði Liverpool að vinna Carabao bikarinn á síðustu leiktíð.
Bobby Clark hjálpaði Liverpool að vinna Carabao bikarinn á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell

Liverpool hefur samþykkt að selja miðjumanninn Bobby Clark til austurríska liðsins Red Bull Salzburg.

Salzburg borgar enska félaginu tíu milljónir punda fyrir þennan nítján ára gamla strák eða 1,8 milljarða króna.

Liverpool fær enn fremur af 17,5 prósent af söluverðinu en Salzburg selur hann áfram.

Knattspyrnustjóri Salzburg þekkir vel til hjá Liverpool en þetta er fyrsta tímabilið hjá Pep Lijnders sem var áður aðstoðarmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool.

Clark er sonur Lee Clark, fyrrum leikmanns Newcastle United, og kom til Liverpool í ágúst 2021.

Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í 9-0 sigri á Bournemouth í ágúst 2022 og kom inn á sem varamaður úrslitaleik enska deildabikarins á móti Chelsea í febrúar á þessu ári.

Clark var einn af ungu strákunum sem komu sterkir inn í meiðslavandræðum Liverpool á síðustu leiktíð. Nú fær hann tækifæri til að vera í aðalhlutverki hjá liði sem er að berjast fyrir sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×