Ed Sheeran eignast hlut í ensku félagi en frábiður sér kvart og kvein Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 22:30 Ed Sheeran er eldheitur stuðningsmaður Ipswich Town. Getty/Joe Giddens Söngvarinn Ed Sheeran er ekki lengur aðeins harður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Ipswich því hann hefur nú eignast hlut í félaginu. Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira