Þurftu að stækka klefann hjá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Leikmenn Chelsea sjást hér fyrir leikinn á móti Manchester City í gær. Það er engin smá samkeppni í gangi hjá félaginu enda yfir fjörutíu leikmenn á skrá. Getty/Shaun Botterill Umræðan um stærð leikmannahópsins hjá Chelsea hefur verið áberandi síðustu vikur enda heldur félagið áfram að bæta við sig leikmönnum. Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira