Lífið

Líf og fjör þegar lundapysjum var sleppt út á haf

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Pysjurnar voru frelsinu fegnar og eflaust þakklátar krökkunum fyrir lífsbjörgina.
Pysjurnar voru frelsinu fegnar og eflaust þakklátar krökkunum fyrir lífsbjörgina. Egill Aðalsteinsson

Líf og fjör var um borð í Herjólfi í gær, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnihluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða.

Pysjurnar eiga sér blessunarlega bandamenn í Eyjum sem aðstoða þær við að komast í frelsið út á sjó. Samkvæmt vefsíðunni lundur.is hafa tæplega þrjú þúsund pysjur notið slíkrar aðstoðar frá árinu 2003. Sú þyngsta vóg 416 grömm en sú léttasta aðeins 116 grömm.

Fjölskyldurnar voru frá eitt til fjögur um nóttina að safna pysjum. Sautján var náð og var þeim svo sleppt á Herjólfi í frelsið á sjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×