Enski boltinn

Nketiah nálgast Nottingham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eddie Nketiah gæti verið á förum frá Arsenal.
Eddie Nketiah gæti verið á förum frá Arsenal. getty/Marc Atkins

Nottingham Forest á í viðræðum við Arsenal um kaup á enska framherjanum Eddie Nketiah.

Forest er í framherjaleit og enskir fjölmiðlar greina frá því að félagið vilji fá Nketiah sem hefur leikið með Arsenal allan sinn feril, ef frá er talið hálft tímabil á láni hjá Leeds United.

Nketiah hefur aldrei átt fast sæti í byrjunarliði Arsenal en hann hefur leikið 168 leiki fyrir liðið og skorað 38 mörk. Á síðasta tímabili skoraði Nketiah sex mörk í 37 leikjum í öllum keppnum.

Nketiah varð bikarmeistari með Arsenal 2020. Þessi 25 ára framherji hefur leikið einn A-landsleik fyrir England.

Arsenal vann Wolves, 2-0, í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Nketiah kom ekkert við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×