Dramatískur sigur Brighton á United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 13:30 Joao Pedro fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Eddie Keogh Joao Pedro tryggði Brighton sigur á Manchester United, 2-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brighton er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni en United er með þrjú stig. United var ívið sterkari aðilinn framan af leik en lenti undir á 32. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði gegn sínum gömlu félögum. Hann potaði þá boltanum í netið eftir sendingu frá Kaoru Mitoma. Brighton 1-0 yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleikinn betur. En United jafnaði eftir klukkutíma. Amad Diallo skoraði þá með skoti sem fór af Paul van Hecke og í netið. Tíu mínútum síðar hélt Alejandro Garnacho að hann hefði komið United yfir en markið var dæmt af þar sem boltinn fór af rangstæðum Joshua Zirkzee og í netið. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Simon Adingra fyrirgjöf á fjærstöng á óvaldaðan Pedro sem skallaði boltann í netið og tryggði Brighton stigin þrjú. Enski boltinn
Joao Pedro tryggði Brighton sigur á Manchester United, 2-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brighton er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni en United er með þrjú stig. United var ívið sterkari aðilinn framan af leik en lenti undir á 32. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði gegn sínum gömlu félögum. Hann potaði þá boltanum í netið eftir sendingu frá Kaoru Mitoma. Brighton 1-0 yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleikinn betur. En United jafnaði eftir klukkutíma. Amad Diallo skoraði þá með skoti sem fór af Paul van Hecke og í netið. Tíu mínútum síðar hélt Alejandro Garnacho að hann hefði komið United yfir en markið var dæmt af þar sem boltinn fór af rangstæðum Joshua Zirkzee og í netið. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Simon Adingra fyrirgjöf á fjærstöng á óvaldaðan Pedro sem skallaði boltann í netið og tryggði Brighton stigin þrjú.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti