Haaland með þrennu í sigri á ný­liðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland byrjar tímabilið af krafti.
Erling Haaland byrjar tímabilið af krafti. getty/Chris Brunskill

Manchester City er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. City vann nýliða Ipswich Town í dag, 4-1. Erling Haaland skoraði þrennu fyrir meistarana.

Gestirnir náðu forystunni óvænt á 7. mínútu þegar Sam Szmodics slapp í gegnum vörn City og skoraði.

Meistararnir voru ekki lengi að taka við sér og á 12. mínútu jafnaði Haaland metin úr vítaspyrnu sem dæmd var á Leif Davis fyrir brot á Savinho.

Tveimur mínútum síðar kom Kevin De Bruyne City yfir eftir klaufagang í vörn Ipswich. Haaland skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark City á 16. mínútu. City hafði því skorað þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla.

Aðeins eitt mark í viðbót var skorað í leiknum. Það gerði Haaland með skoti fyrir utan vítateig tveimur mínútum fyrir leikslok. Norðmaðurinn er kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ipswich er án stiga eftir töp fyrir Liverpool og City í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira