Öruggur sigur Tottenham en viðvörunarbjöllur hringja hjá Everton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 16:00 Heung-Min Son skoraði tvö fyrir Tottenham í dag. Marc Atkins/Getty Images Tottenham vann afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Everton í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Tottenham voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda í leik dagsins. Malímaðurinn Yves Bissouma kom Tottenham yfir með frábæru marki á 14. mínútu þegar skot hans small af þverslánni og inn eftir skemmtilegan undirbúning frá Dejan Kulusevski. Rétt rúmum tíu mínútum síðar nýtti fyrirliðinn Heung-Min Son sér slæm mistök Jordan Pickford í marki Everton og kom heimamönnum í 2-0. Christian Romero bætti svo þriðja marki heimamanna við með skalla eftir hornspyrnu James Maddison á 71. mínútu áður en áðurnefndur Son gerði endanlega út um leikinn sex mínútum síðar með marki sem varnarmaðurinn Micky van de Ven bjó til upp á sínar eigin spýtur. Niðurstaðan því 4-0 sigur Tottenham sem nú er með fjögur stig eftir tvær umferðir, en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn nýliðum Leicester í 1. umferð. Everton er hins vegar án stiga og hefur tapað leikjunum tveimur í fyrstu umferðum deildarinnar samtals 7-0. Enski boltinn
Tottenham vann afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Everton í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Tottenham voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda í leik dagsins. Malímaðurinn Yves Bissouma kom Tottenham yfir með frábæru marki á 14. mínútu þegar skot hans small af þverslánni og inn eftir skemmtilegan undirbúning frá Dejan Kulusevski. Rétt rúmum tíu mínútum síðar nýtti fyrirliðinn Heung-Min Son sér slæm mistök Jordan Pickford í marki Everton og kom heimamönnum í 2-0. Christian Romero bætti svo þriðja marki heimamanna við með skalla eftir hornspyrnu James Maddison á 71. mínútu áður en áðurnefndur Son gerði endanlega út um leikinn sex mínútum síðar með marki sem varnarmaðurinn Micky van de Ven bjó til upp á sínar eigin spýtur. Niðurstaðan því 4-0 sigur Tottenham sem nú er með fjögur stig eftir tvær umferðir, en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn nýliðum Leicester í 1. umferð. Everton er hins vegar án stiga og hefur tapað leikjunum tveimur í fyrstu umferðum deildarinnar samtals 7-0.