Chelsea skoraði sex á Molineux Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2024 15:00 Noni Madueke skoraði þrennu gegn Wolves. getty/Darren Walsh Eftir tap í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni vann Chelsea 2-6 sigur á Wolves á Molineux í dag. Noni Madueke skoraði þrennu fyrir Chelsea. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir eftir aðeins 98 sekúndur en Matheus Cunha jafnaði á 27. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Cole Palmer Chelsea yfir þegar hann lyfti boltanum skemmtilega yfir José Sá, markvörð Wolves. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þar var að verki Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen. Úlfarnir voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en það breyttist í þeim seinni þar sem Bláliðar voru með öll völd á vellinum. Madueke skoraði þrjú mörk á fjórtán mínútum, öll eftir sendingar frá Palmer sem átti frábæran leik. Joao Félix skoraði svo sjötta og seinasta mark Chelsea á 80. mínútu. Chelsea er nú með þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni en Wolves ekkert. Enski boltinn
Eftir tap í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni vann Chelsea 2-6 sigur á Wolves á Molineux í dag. Noni Madueke skoraði þrennu fyrir Chelsea. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir eftir aðeins 98 sekúndur en Matheus Cunha jafnaði á 27. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Cole Palmer Chelsea yfir þegar hann lyfti boltanum skemmtilega yfir José Sá, markvörð Wolves. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þar var að verki Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen. Úlfarnir voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en það breyttist í þeim seinni þar sem Bláliðar voru með öll völd á vellinum. Madueke skoraði þrjú mörk á fjórtán mínútum, öll eftir sendingar frá Palmer sem átti frábæran leik. Joao Félix skoraði svo sjötta og seinasta mark Chelsea á 80. mínútu. Chelsea er nú með þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni en Wolves ekkert.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti