Enski boltinn

Liverpool selur Van den Berg til Brentford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sepp van den Berg náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool.
Sepp van den Berg náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool. getty/Justin Berl

Brentford hefur keypt hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg frá Liverpool. Talið er að kaupverðið sé um 25 milljónir punda.

Talsverður áhugi var á Van den Berg og meðal félaga sem vildu fá hann voru Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen. En Brentford vann kapphlaupið um þennan 22 ára Hollending.

Van den Berg kom til Liverpool frá PEC Zwolle 2019 en lék aðeins fjóra leiki fyrir aðallið félagsins. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Mainz í Þýskalandi.

Brentford vann Crystal Palace, 2-1, í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×