Enski boltinn

Arsenal að ganga frá kaupunum á Merino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikel Merino fagnar Evrópumeistaratitlinum í sumar.
Mikel Merino fagnar Evrópumeistaratitlinum í sumar. getty/Edith Geuppert

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Arsenal hafi náð samkomulagi við Real Sociedad um kaup á spænska landsliðsmanninum Mikel Merino.

Talið er að kaupverðið verði 32,6 milljónir punda. Merino verður þriðji leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar á eftir Riccardo Calafiori og David Raya, samherja Merinos í spænska landsliðinu. Raya lék með Arsenal á láni í fyrra og félagið virkjaði svo kaupákvæði í samningi hans í sumar.

Merino hefur áður leikið í ensku úrvalsdeildinni, með Newcastle United 2017-18. Eftir það gekk hann í raðir Real Sociedad sem hann hefur leikið með síðan.

Merino lék alla sjö leiki Spánverja á EM og skoraði sigurmark þeirra gegn Þjóðverjum í átta liða úrslitunum.

Hinn 28 ára Merino hóf ferilinn með Osasuna en fór til Borussia Dortmund 2016. Hann lék aðeins níu leiki fyrir þýska félagið og hélt svo til Newcastle.

Arsenal sigraði Wolves, 2-0, í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×