Enski boltinn

Ten Hag svekktur: „Verðum að halda á­fram allt til loka“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag var svekktur að fá á sig sigurmark í uppbótartíma.
Erik ten Hag var svekktur að fá á sig sigurmark í uppbótartíma. getty/Eddie Keogh

Eins og gerðist margoft á síðasta tímabili fékk Manchester United á sig mark undir lok leiks gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, segir að leikstjórn liðsins verði að vera betri.

Joao Pedro skoraði sigurmark Brighton gegn United á Amex leikvanginum í dag þegar fimm mínútum voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. United var undir í hálfleik eftir að Danny Welbeck skoraði gegn sínum gömlu félögum en Amad Diallo jafnaði eftir klukkutíma.

„Við eigum góða möguleika en við verðum að halda áfram allt til loka. Við fengum á okkur mark í uppbótartíma. Leikurinn er búinn þegar dómarinn blæs þrisvar sinnum í flautuna. Við gerðum það ekki nógu vel svo við verðum að bæta leikstjórnina,“ sagði Ten Hag eftir leikinn.

„Við fengum á okkur tvö ódýr mörk og þurfum að vera beittari í báðum vítateigum og bregðast betur við sem lið. Það er synd að við höfum ekki fengið nein stig hér en við þurfum að reisa okkur við og vera klárir í næsta stórleik sem framundan er,“ sagði Ten Hag en United tekur á móti Liverpool um næstu helgi.

United er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×