Enski boltinn

West Ham, Fulham og Forest sóttu sína fyrstu sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jarrod Bowen fagnar marki sínu í dag.
Jarrod Bowen fagnar marki sínu í dag. Richard Pelham/Getty Images

Sex af sjö leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. West Ham, Fulham og Nottingham Forest sóttu öll sína fyrstu sigra á tímabilinu.

West Ham, sem mátti þola 2-1 tap gegn Aston Villa í fyrstu umferð, vann nokkuð öruggan 2-0 útisigur er liðið sótti Crystal Palace heim.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu þeir Tomas Soucek og Jarrod Bowen fyrir Hamrana á 67. og 72. mínútu og niðurstaðan því 2-0 sigur gestanna.

Í Lundúnum vann Fulham svo sterkan 2-1 sigur gegn nýliðum Leicester eftir að hafa tapað 1-0 gegn Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar. Fyrrverandi Arsenal-mennirnir Emile Smith Rowe og Alex Iwobi sáu um markaskorun heimamanna, en Wout Faes skoraði mark Leicester.

Að lokum tryggði Morgan Gibbs-White Nottingham Forest 1-0 útisigur gegn Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×