Enski boltinn

Markaskorarar West Ham björguðu boltastrák

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jarrod Bowen tekur utan um boltastrákinn sem festist undir auglýsingaskilti.
Jarrod Bowen tekur utan um boltastrákinn sem festist undir auglýsingaskilti. getty/Sebastian Frej

Tomás Soucek og Jarrod Bowen skoruðu ekki bara mörk West Ham United í sigrinum á Crystal Palace heldur komu þeir einnig boltastrák til bjargar.

Soucek kom West Ham yfir á 67. mínútu. Hann hljóp í kjölfarið í átt að stuðningsmönnum Hamranna ásamt samherjum sínum.

Stuðningsmennirnir voru þó aðeins of ákafir í fagnaðarlátunum og þeir duttu inn á völlinn þegar LED auglýsingaskilti gaf sig. Það féll ofan á boltastrák Palace og fötin hans virtust festast í því.

Soucek var fljótur að hugsa og losaði strákinn undan skiltinu. Bowen hjálpaði honum svo á fætur og allt fór vel.

Bowen skoraði síðan annað mark West Ham á 72. mínútu og gulltryggði sigur liðsins.

West Ham er með þrjú eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en Palace er án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×