Liverpool með Guardiola tölfræði í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 09:33 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar sigri á Brentford í gær en með honum er Harvey Elliott. Getty/Michael Regan Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, er strax byrjaður að láta knattspyrnufræðinga fletta upp í sögubókunum. Slot tók við Liverpool af Jürgen Klopp í sumar og óhætt er að segja að byrjunin undir hans stjórn lofi góðu. Liverpool vann 2-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og hefur þar með unnið tvo fyrstu leikina og það án þess að fá á sig mark. Liðið vann 2-0 útisigur á Ipswich Town í fyrstu umferðinni. Slot varð þar með fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool í 33 ár til að vinna tvo fyrstu deildarleiki sína eftir að hafa tekið við liðinu. Liverpool vann líka tvo fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Graeme Souness í apríl 1991, 3-0 sigra á bæði Crystal Palace og Norwich. Það var þó annað sem vakti líklega enn meiri athygli en það var sendingatölfræði Liverpool í leiknum í gær. Leikmenn Liverpool reyndu 602 sendingar í leiknum og 92 prósent þeirra heppnuðust. Þetta er hæsta prósentuhlutfall heppnaða sendinga hjá Liverpool í einum leik síðan 2003. Það var talað um að Slot væri líkari Pep Guardiola hjá Manchester City heldur en Jürgen Klopp. 92 prósent sendingahlutfall er einmitt hægt að kalla Guardiola tölfræði en spænski stjórinn vill að sín lið haldi boltanum og spili mikið af stuttum sendingum. Sá hollenski vill greinilega fara sömu leið og ef marka má þessa byrjun þá er það að koma vel út. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Slot tók við Liverpool af Jürgen Klopp í sumar og óhætt er að segja að byrjunin undir hans stjórn lofi góðu. Liverpool vann 2-0 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og hefur þar með unnið tvo fyrstu leikina og það án þess að fá á sig mark. Liðið vann 2-0 útisigur á Ipswich Town í fyrstu umferðinni. Slot varð þar með fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool í 33 ár til að vinna tvo fyrstu deildarleiki sína eftir að hafa tekið við liðinu. Liverpool vann líka tvo fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Graeme Souness í apríl 1991, 3-0 sigra á bæði Crystal Palace og Norwich. Það var þó annað sem vakti líklega enn meiri athygli en það var sendingatölfræði Liverpool í leiknum í gær. Leikmenn Liverpool reyndu 602 sendingar í leiknum og 92 prósent þeirra heppnuðust. Þetta er hæsta prósentuhlutfall heppnaða sendinga hjá Liverpool í einum leik síðan 2003. Það var talað um að Slot væri líkari Pep Guardiola hjá Manchester City heldur en Jürgen Klopp. 92 prósent sendingahlutfall er einmitt hægt að kalla Guardiola tölfræði en spænski stjórinn vill að sín lið haldi boltanum og spili mikið af stuttum sendingum. Sá hollenski vill greinilega fara sömu leið og ef marka má þessa byrjun þá er það að koma vel út. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira