Enski boltinn

Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Ugarte er lykilmaður í landsliði Úrúgvæ og hann er enn bara 23 ára gamall.
Manuel Ugarte er lykilmaður í landsliði Úrúgvæ og hann er enn bara 23 ára gamall. Getty/Stephen Nadler

Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain.

United borgar franska félaginu fimmtíu milljónir evra fyrir leikmanninn eða rúma 7,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem hefur fengið fréttirnar staðfastar en Fabrizio Romano var fyrstur með fréttirnar.

United gæti þurft að borga meira fyrir Ugarte því mögulega bætast við tíu milljónir evra í árangurstengdar greiðslur.

Það er möguleiki á því að Ugarte fljúgi til Manchester í dag til að klára læknisskoðun.

Þessi kaup fóru á flug á sama tíma og United seldi Scott McTominay til Napoli fyrir þrjátíu milljónir evra.

Manuel Ugarte er 23 ára úrúgvæskur landsliðsmaður sem kom til PSG frá Sporting Lissabon í fyrra. Hann hóf ferilinn sem framherji en hefur síðan færst aftar á völlinn. Nú spilar hann vanalega sem afturliggjandi miðjumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×