Innherji

Lík­ur á vaxt­a­lækk­un í nóv­emb­er auk­ist vegn­a minn­i verð­bólg­u

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka.


Tengdar fréttir

Bú­ist við end­ur­tekn­u efni við á­kvörð­un stýr­i­vaxt­a

Útilokað er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þyki forsvaranlegt að lækka stýrivexti næstkomandi miðvikudag. Verðbólga hefur hækkað um þrjár kommur frá síðustu vaxtaákvörðun. Aðalhagfræðingur Kviku banka vekur athygli á að hægt hefur á hjöðnun undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðustu stýrivaxtaákvörðun.

Harður tónn ­bankans sem segir kraft í inn­lendri eftir­spurn kalla á „var­kárni“

Þrátt fyrir að hægt hafi á innlendri eftirspurn síðasta árið samhliða hækkandi raunvöxtum þá er enn spenna í þjóðarbúinu og hún lítið minnkað frá því á vormánuðum, að sögn peningastefnunefndar Seðlabankans, sem heldur vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent sjötta fundinn í röð. Útlit er fyrir að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgunnar en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur þessa árs samt verið lækkaðar um meira en helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×