Stærðin og áhorfið eru leynivopn Counter Strike Atli Már Guðfinsson skrifar 29. ágúst 2024 17:56 Mótastjórinn Halldór Már Kristmundsson reiknar með miklu fjöri þegar leikar hefjast að nýju í Counter Strike 2 enda samfélagið í kringum leikinn líklega það stærsta og virkasta á landinu. „Ég þyrfti nú að opna sögubækurnar til að sjá hversu löng keppnissagan er en mig grunar að hún nái að minnsta kosti til ársins 1999 þegar leikurinn kom í Betu,“ segir Halldór Már Kristmundsson, mótastjóri Counter Strike 2, en keppni í leiknum hefst aftur í Ljósleiðaradeildinni 3. september. Eftirvæntingin er umtalsverð enda þarf ekki að hafa mörg orð um stöðugar og langvarandi vinsældir leiksins. „Spilahópurinn er ennþá mjög stór,“ heldur Halldór áfram og bætir við að CS2-samfélagið sé líklega stærsta, virka samfélagið á landinu. „Það eru pottþétt fleiri sem spila Football Manager en ég efa að það sé einhver samkoma hjá þeim sem nær okkar tölum.Við fyllum Arena á Stórmeistaramótum og erum samt með 300-500 í „chattinu“ á Twitch.“ Þrátt fyrir þetta segir Halldór endurnýjun hafa verið ákveðið vandamál á síðustu árum. „Mikið af elstu spilurunum okkar eru að nálgast 34-38 ára aldurinn og yngri kynslóðin er líklega meira fallin í Fortnite og Valorant.“ Halldór segist þó vongóður um að starf Rafíþróttasambandsins verði til þess að dæla nýju blóði í hópinn og ekki spilli heldur fyrir að vera stærsti leikurinn með mesta áhorfið þegar kemur að því að ná til áhugasamra ungmenna. Keppni hefst í Ljósleiðaradeildinni, hefst sem fyrr segir, þriðjudaginn 3. september og Sjónvarp Símans mun sýna beint frá keppninni á meðan hún stendur yfir. Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti
Eftirvæntingin er umtalsverð enda þarf ekki að hafa mörg orð um stöðugar og langvarandi vinsældir leiksins. „Spilahópurinn er ennþá mjög stór,“ heldur Halldór áfram og bætir við að CS2-samfélagið sé líklega stærsta, virka samfélagið á landinu. „Það eru pottþétt fleiri sem spila Football Manager en ég efa að það sé einhver samkoma hjá þeim sem nær okkar tölum.Við fyllum Arena á Stórmeistaramótum og erum samt með 300-500 í „chattinu“ á Twitch.“ Þrátt fyrir þetta segir Halldór endurnýjun hafa verið ákveðið vandamál á síðustu árum. „Mikið af elstu spilurunum okkar eru að nálgast 34-38 ára aldurinn og yngri kynslóðin er líklega meira fallin í Fortnite og Valorant.“ Halldór segist þó vongóður um að starf Rafíþróttasambandsins verði til þess að dæla nýju blóði í hópinn og ekki spilli heldur fyrir að vera stærsti leikurinn með mesta áhorfið þegar kemur að því að ná til áhugasamra ungmenna. Keppni hefst í Ljósleiðaradeildinni, hefst sem fyrr segir, þriðjudaginn 3. september og Sjónvarp Símans mun sýna beint frá keppninni á meðan hún stendur yfir.
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti