Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:22 James Tarkowski trúir ekki sínum eigin augum eftir tap Everton gegn Bournemouth. Vísir/Getty Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum. Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum.
Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira