Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Jónas Sen skrifar 3. september 2024 07:01 Kvartett Sunnu Gunnlaugs kom fram á Djasshátíð í Reykjavík föstudaginn 30. ágúst í Norðurljósum í Hörpu Facebook „Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar. Sunna nefndi engan með nafni, en fljótlega steig viðkomandi fram á sjónarsviðið. Upphófst þá mikið rifrildi á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar tóku upp. Allskonar fólk í kommentakerfunum smjattaði og æpti: „Slagur, slagur!“ Andskotans blaðrið Á föstudagskvöldið kom Sunna fram á Djasshátíð í Reykjavík. Líklegast var yfirskrift tónleikanna vísun í undangengna umræðu: „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu.“ Það var a.m.k. nóg blaðrað og sjálfsagt komið gott. Samt var engin beiskja í tónlistinni, síður en svo. Lögin fjölluð flest um ástina, og ljúf stemning sveif yfir vötnum. Ráðgert var að þýski trompetleikarinn Heidi Bayer kæmi fram með Sunnu, og dagskráin átti því að vera önnur. Bayer hins vegar forfallaðist á elleftu stundu og í staðinn steig á sviðið Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona. Það var ekki slæmur díll, því hún söng ákaflega fallega. Söngurinn var lágstemmdur og fíngerður, en um leið tær og áleitinn, alltaf hreinn. Hann minnti örlítið á Halie Loren, söngkonu sem ég held töluvert upp á. Miklar tilfinningar voru í túlkuninni, en þær voru fremur gefnar í skyn en að þeim væri básúnað yfir áhorfendur. Flæðið var gott, engin stífni, engin tilgerð. Gamaldags djass Lögin voru, flest held ég, við ljóð Jóns úr Vör, og eins og áður sagði var ástin í öndvegi. Hljóðfæraleikararnir spiluðu eins og einn maður, en auk Sunnu á píanóið voru það Nico Moreaux á bassa og Scott McLemore á slagverkið. Tónlistin, sem mun öll hafa verið eftir Sunnu, var dálítið gamaldags – í góðum skilningi þess orðs. Djassinn er býsna víðfeðmur, frá þessum gamla góða sem lætur manni líða eins og allt sé í himnalagi þótt heimurinn sé að hrynja, og yfir í eitthvað annað framúrstefnulegra. Ég var einu sinni á djasstónleikum upp á þaki í Portúgal sem voru svo svakalegir að nálægir fuglar fengu kvíðakast og hringsóluðu viti sínu fjær yfir tónleikasenunni, gargandi og gólandi. Hrífandi blæbrigði Hljóðfæraleikararnir á sviðinu stóðu sig vel. Engar flugeldasýningar voru svo sem í leik Sunnu, en áslátturinn var fagurlega mjúkur og einkenndist af hrífandi blæbrigðum. Sömu sögu er að segja um tjáningarríkan bassaleikinn og Scott á trommurnar var með sitt á hreinu eins og venjulega. Ólíkt ýmsum öðrum hljóðfæraleikurum var egóið aldrei að þvælast fyrir honum, þvert á móti féll hugmyndarík spilamennskan fullkomlega að leik hinna og myndaði í senn spennandi og ljúfa heild. Scott er sennilegast ekki tilkarl! Tónlistin var skemmtileg. Hún var mjög lagræn og oft með áhrifamikilli stígandi. Til dæmis byrjaði lagið „Ég heyri þegar grasið grænkar“ á óræðum klið, sem síðar óx upp í tilfinningaþrungna sveiflu. „Meðan nóttin spann“ var einkar seiðandi, hljómarnir töfrandi og laglínan ísmeygilega fögur. Og eins konar blús í lokinn, „Kvæði ungs manns um sumar,“ sem fjallaði einmitt um andskotans blaðrið í fólkinu, var gneistandi fjörugt og sérlega grípandi. Þetta var magnað. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með fallegri tónlist og flottum flutningi. Gagnrýni Jónasar Sen Menning Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sunna nefndi engan með nafni, en fljótlega steig viðkomandi fram á sjónarsviðið. Upphófst þá mikið rifrildi á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar tóku upp. Allskonar fólk í kommentakerfunum smjattaði og æpti: „Slagur, slagur!“ Andskotans blaðrið Á föstudagskvöldið kom Sunna fram á Djasshátíð í Reykjavík. Líklegast var yfirskrift tónleikanna vísun í undangengna umræðu: „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu.“ Það var a.m.k. nóg blaðrað og sjálfsagt komið gott. Samt var engin beiskja í tónlistinni, síður en svo. Lögin fjölluð flest um ástina, og ljúf stemning sveif yfir vötnum. Ráðgert var að þýski trompetleikarinn Heidi Bayer kæmi fram með Sunnu, og dagskráin átti því að vera önnur. Bayer hins vegar forfallaðist á elleftu stundu og í staðinn steig á sviðið Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona. Það var ekki slæmur díll, því hún söng ákaflega fallega. Söngurinn var lágstemmdur og fíngerður, en um leið tær og áleitinn, alltaf hreinn. Hann minnti örlítið á Halie Loren, söngkonu sem ég held töluvert upp á. Miklar tilfinningar voru í túlkuninni, en þær voru fremur gefnar í skyn en að þeim væri básúnað yfir áhorfendur. Flæðið var gott, engin stífni, engin tilgerð. Gamaldags djass Lögin voru, flest held ég, við ljóð Jóns úr Vör, og eins og áður sagði var ástin í öndvegi. Hljóðfæraleikararnir spiluðu eins og einn maður, en auk Sunnu á píanóið voru það Nico Moreaux á bassa og Scott McLemore á slagverkið. Tónlistin, sem mun öll hafa verið eftir Sunnu, var dálítið gamaldags – í góðum skilningi þess orðs. Djassinn er býsna víðfeðmur, frá þessum gamla góða sem lætur manni líða eins og allt sé í himnalagi þótt heimurinn sé að hrynja, og yfir í eitthvað annað framúrstefnulegra. Ég var einu sinni á djasstónleikum upp á þaki í Portúgal sem voru svo svakalegir að nálægir fuglar fengu kvíðakast og hringsóluðu viti sínu fjær yfir tónleikasenunni, gargandi og gólandi. Hrífandi blæbrigði Hljóðfæraleikararnir á sviðinu stóðu sig vel. Engar flugeldasýningar voru svo sem í leik Sunnu, en áslátturinn var fagurlega mjúkur og einkenndist af hrífandi blæbrigðum. Sömu sögu er að segja um tjáningarríkan bassaleikinn og Scott á trommurnar var með sitt á hreinu eins og venjulega. Ólíkt ýmsum öðrum hljóðfæraleikurum var egóið aldrei að þvælast fyrir honum, þvert á móti féll hugmyndarík spilamennskan fullkomlega að leik hinna og myndaði í senn spennandi og ljúfa heild. Scott er sennilegast ekki tilkarl! Tónlistin var skemmtileg. Hún var mjög lagræn og oft með áhrifamikilli stígandi. Til dæmis byrjaði lagið „Ég heyri þegar grasið grænkar“ á óræðum klið, sem síðar óx upp í tilfinningaþrungna sveiflu. „Meðan nóttin spann“ var einkar seiðandi, hljómarnir töfrandi og laglínan ísmeygilega fögur. Og eins konar blús í lokinn, „Kvæði ungs manns um sumar,“ sem fjallaði einmitt um andskotans blaðrið í fólkinu, var gneistandi fjörugt og sérlega grípandi. Þetta var magnað. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með fallegri tónlist og flottum flutningi.
Gagnrýni Jónasar Sen Menning Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira