Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. september 2024 18:36 Jóhann Páll Kristbjörnsson „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. „Þetta er einstaklingskeppni og 95 eru skráðir til leiks eins og staðan er núna og við ætlum bara að reyna að fylla þetta mót,“ segir Atli og bendir á að 100 spilarar geti tekið þátt þannig að enn eru 5 pláss laus en skráningu á rafithrottir.is lýkur fimmtudaginn 5. september. „Við ætlum að prófa þetta svona og sjá hvernig gengur,“ segir Atli Már um fyrirkomulagið í ELKO-deildinni í Fortnite þetta keppnistímabil og útilokar ekki að næst verði liðakeppni einnig haldin. „Aðsóknin er góð núna og sjáum til hvað gerist á næsta ári. Planið er allaveganna að halda sólóinu áfram þangað til það kemur eftirspurn eftir einhverju öðru.“ Atli Már minnir síðan á að víða verði hægt að fylgjast með keppninni en auk beinna útsendinga í Sjónvarpi Símans frá ELKO-deildinni í vetur verði streymi á Twitch, Facebook live, YouTube og Kick. Allir á móti öllum Keppendur mætast allir í einu og takast á þar til sigurvegarinn er einn eftir uppistandandi. „Þú spilar þetta bara heiman frá þér. Við setjum upp netþjón á „Discordinu“ okkar þar sem allir geta skráð sig og svo förum við öll saman á netþjón í það sem kallast „Battle Royale. Þetta er náttúrlega stigakeppni og sá sem stendur uppi með flest stig eftir tíu keppnir endar í fyrsta sæti, næst hæsti í 2. sæti og svo framvegis,“ segir Atli Már og bætir við að það gefi meðal annars stig að fella andstæðing. „Við tölum um fellur en ekki kills,“ bætir Atli Már við um þá viðleitni að laga tungutakið í leiknum að okkar ástkæra, ylhýra. Frá grunnskólaaldri upp í sextugt Atli Már segir aðspurður að meðalaldur spilara sé í lægri kantinum enda Fortnite vinsæll hjá ungu kynslóðinni. „Aldurstakamarkið í Fortnite er þrettán ára en eitthvað er um að yngri krakkar séu að spila og þá náttúrlega með leyfi frá foreldrum sínum.“ Hann bætir við að út um allt land er gríðarlegur fjöldi efnilegra krakka og ungmenna að spila alls konar leiki en í Fortnite sé meirihluti spilara líklega á aldursbilinu þrettán upp í eitthvað í kringum 30 ára en hann viti þó af einum sextugum sem er vel liðtækur. „Við erum náttúrlega með mörg þúsund krakka í ungmennastarfi innan Rafíþróttasambandsins enda teljum við mjög mikilvægt að halda vel utan um þessa krakka og starfið miðast að því að hjálpa þeim að þróast í rétta átt og fyrir þau sem langar að verða betri í Fortnite þá mæli ég með því að taka þátt í að ungmennastarfinu hjá einhverju aðildarfélaga Rafíþróttasambandsins.“ Góð heilaleikfimi Sjálfur segist Atli Már vera búinn að spila Fortnite frá upphafi. „Ég bjó í Danmörku þegar þessi skrítni leikur, sem maður skildi ekkert í, kom út og ég man að maður var eitthvað að reyna að átta sig á því hvernig maður átti að byggja og eitthvað þannig,“ segir Atli Már og leggur áherslu á að leikurinn sé þannig uppbyggður að það sé ekki hægt að fá leið á honum. „Maður þarf að hugsa mjög mikið í þessum leik. Hvort sem þú ert í því að byggja eða ekki þannig að það er mjög mikil æfing fyrir heilann að vera í þessu.“ Til mikils að vinna Heildarupphæð verðlaunafjárins í ELKO-Deildinni er 600.000 krónur sem skiptist jafnt milli keppnistímabila og deilist niður á þrjú efstu sætin: 1 sæti: 125.000 kr. 2 sæti: 50.000 kr. 3 sæti: 25.000 kr. 50 efstu keppendur komast síðan áfram á LAN-mót á lokakvöldi tímabilsins þar sem verðlaunin eru: 1. sæti: 60.000 kr. 2. sæti: 25.000 kr. 3. sæti: 15.000 kr. „Þannig að ef sami keppandi vinnur fyrsta sætið bæði í haust og vor og á LAN-mótinu er viðkomandi að fara að enda með 370 þúsund í vasanum.“ Skráningu í ELKO-Deildina í Fortnite lýkur sem fyrr segir á www.rafithrottir.is fimmtudaginn 5. september en þar er einnig hægt að skrá sig í Counter Strike, Dota 2, Overwatch, Rocket League, Valorant kvenna og Netskák. Rafíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
„Þetta er einstaklingskeppni og 95 eru skráðir til leiks eins og staðan er núna og við ætlum bara að reyna að fylla þetta mót,“ segir Atli og bendir á að 100 spilarar geti tekið þátt þannig að enn eru 5 pláss laus en skráningu á rafithrottir.is lýkur fimmtudaginn 5. september. „Við ætlum að prófa þetta svona og sjá hvernig gengur,“ segir Atli Már um fyrirkomulagið í ELKO-deildinni í Fortnite þetta keppnistímabil og útilokar ekki að næst verði liðakeppni einnig haldin. „Aðsóknin er góð núna og sjáum til hvað gerist á næsta ári. Planið er allaveganna að halda sólóinu áfram þangað til það kemur eftirspurn eftir einhverju öðru.“ Atli Már minnir síðan á að víða verði hægt að fylgjast með keppninni en auk beinna útsendinga í Sjónvarpi Símans frá ELKO-deildinni í vetur verði streymi á Twitch, Facebook live, YouTube og Kick. Allir á móti öllum Keppendur mætast allir í einu og takast á þar til sigurvegarinn er einn eftir uppistandandi. „Þú spilar þetta bara heiman frá þér. Við setjum upp netþjón á „Discordinu“ okkar þar sem allir geta skráð sig og svo förum við öll saman á netþjón í það sem kallast „Battle Royale. Þetta er náttúrlega stigakeppni og sá sem stendur uppi með flest stig eftir tíu keppnir endar í fyrsta sæti, næst hæsti í 2. sæti og svo framvegis,“ segir Atli Már og bætir við að það gefi meðal annars stig að fella andstæðing. „Við tölum um fellur en ekki kills,“ bætir Atli Már við um þá viðleitni að laga tungutakið í leiknum að okkar ástkæra, ylhýra. Frá grunnskólaaldri upp í sextugt Atli Már segir aðspurður að meðalaldur spilara sé í lægri kantinum enda Fortnite vinsæll hjá ungu kynslóðinni. „Aldurstakamarkið í Fortnite er þrettán ára en eitthvað er um að yngri krakkar séu að spila og þá náttúrlega með leyfi frá foreldrum sínum.“ Hann bætir við að út um allt land er gríðarlegur fjöldi efnilegra krakka og ungmenna að spila alls konar leiki en í Fortnite sé meirihluti spilara líklega á aldursbilinu þrettán upp í eitthvað í kringum 30 ára en hann viti þó af einum sextugum sem er vel liðtækur. „Við erum náttúrlega með mörg þúsund krakka í ungmennastarfi innan Rafíþróttasambandsins enda teljum við mjög mikilvægt að halda vel utan um þessa krakka og starfið miðast að því að hjálpa þeim að þróast í rétta átt og fyrir þau sem langar að verða betri í Fortnite þá mæli ég með því að taka þátt í að ungmennastarfinu hjá einhverju aðildarfélaga Rafíþróttasambandsins.“ Góð heilaleikfimi Sjálfur segist Atli Már vera búinn að spila Fortnite frá upphafi. „Ég bjó í Danmörku þegar þessi skrítni leikur, sem maður skildi ekkert í, kom út og ég man að maður var eitthvað að reyna að átta sig á því hvernig maður átti að byggja og eitthvað þannig,“ segir Atli Már og leggur áherslu á að leikurinn sé þannig uppbyggður að það sé ekki hægt að fá leið á honum. „Maður þarf að hugsa mjög mikið í þessum leik. Hvort sem þú ert í því að byggja eða ekki þannig að það er mjög mikil æfing fyrir heilann að vera í þessu.“ Til mikils að vinna Heildarupphæð verðlaunafjárins í ELKO-Deildinni er 600.000 krónur sem skiptist jafnt milli keppnistímabila og deilist niður á þrjú efstu sætin: 1 sæti: 125.000 kr. 2 sæti: 50.000 kr. 3 sæti: 25.000 kr. 50 efstu keppendur komast síðan áfram á LAN-mót á lokakvöldi tímabilsins þar sem verðlaunin eru: 1. sæti: 60.000 kr. 2. sæti: 25.000 kr. 3. sæti: 15.000 kr. „Þannig að ef sami keppandi vinnur fyrsta sætið bæði í haust og vor og á LAN-mótinu er viðkomandi að fara að enda með 370 þúsund í vasanum.“ Skráningu í ELKO-Deildina í Fortnite lýkur sem fyrr segir á www.rafithrottir.is fimmtudaginn 5. september en þar er einnig hægt að skrá sig í Counter Strike, Dota 2, Overwatch, Rocket League, Valorant kvenna og Netskák.
Rafíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira