„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:34 Declan Rice á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Írland. Getty/Neal Simpson Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands. Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira