Hundamatur í uppáhaldi hjá æðarfugli á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 20:06 Dalrós Líf Richter á Akranesi og æðarfuglinn Dúdú, sem eru perluvinir enda hugsar Dalrós einstaklega vel um fuglinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yndislegt samband hefur skapast á milli unglingsstúlku á Akranesi og fjörutíu og fimm daga æðarfugls, sem stelpan hefur tekið að sér. Fuglinn, sem heitir Dúdú elskar mest af öllu hundamat og mjölorma. Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“