Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 10:31 Fjölfarin brú í Phu Tho-héraði hrundi í morgun. Að minnsta kosti tíu bílar féllu í ánna og er margra saknað. AP/Bui Ban Lanh Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet Víetnam Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet
Víetnam Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira