Enski boltinn

Rashford æfir hnefa­leika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford í síðasta leik sínum með Manchester United sem var tapleikur á móti Liverpool. Enski framherjinn á enn eftir að skora á leiktíðinni.
Marcus Rashford í síðasta leik sínum með Manchester United sem var tapleikur á móti Liverpool. Enski framherjinn á enn eftir að skora á leiktíðinni. Getty/James Gill

Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið vel og alveg eins og á síðasta tímabili þá er framherjinn Marcus Rashford í vandræðum inn á vellinum.

Rashford hefur verið afar ólíkur sjálfum sér og á enn eftir að skora mark á þessari leiktíð.

Þessi 26 ára framherji sem skoraði 30 mörk í öllum keppnum tímabilið 2022-23 hefur aðeins skorað átta mörk í síðustu 47 leikjum sínum í öllum keppnum.

Rashford er líka búinn að missa sæti sitt í enska landsliðinu og hann hafði því auka frítíma í þessum landsleikjaglugga.

Leikmaðurinn ákvað að láta fylgjendur sína og heiminn vita af því að hann er farinn að leita út fyrir kassann þegar kemur að aukaæfingum.

Rashford sýndi nefnilega myndband af sér æfa hnefaleika eins og má sjá hér fyrir neðan.

Eftir 328 mínútur á þessu tímabili án marks verður fróðlegt að sjá hvort þetta beri einhver árangur þegar hann kemur aftur inn á völlinn eftir landsleikjahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×