Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 11:31 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar einu mark sinna á Stamford Bridge en hann lék með Chelsea frá 2000 til 2006. Getty/Clive Rose Chelsea vill fá stærri leikvang og það lítur út fyrir að möguleikinn á því að stækka Stamford Bridge sé ekki í boði. Guardian segir frá því að forráðamenn félagsins séu búnir að finna stað fyrir mögulegan nýjan leikvang. Chelsea hefur spilað á Stamford Bridge síðan árið 1905 og leikvangurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þessari rúmu öld sem er liðin. Leikvangurinn tekur 42 þúsund manns í dag sem er mun minna en hjá hinum stóru félögunum. Það er stór krafa hjá nýjum eigendum að komast á stærri leikvang og auka innkomuna á leikjum liðsins. 🚨 BREAKING: Chelsea have held talks over leaving Stamford Bridge and moving to Earls Court as they seek a resolution to their plans for a bigger stadium. (Guardian) pic.twitter.com/JecYClA84p— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) September 10, 2024 Guardian segir að Chelsea sé farið í viðræður um nýjan leikvang og hafi fundið stað fyrir nýjan völl í Earl's Court hverfinu, sem er aðeins norðar en Stamford Bridge. Chelsea færi því ekki mjög langt. Svæðið, Lillie Bridge Depot, er nú geymslu- og viðgerðasvæði fyrir neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Félagið þarf að kaupa landsvæðið og samkvæmt heimildum The Guardian þá er það metið á fimm hundruð milljónir punda eða níutíu milljarða íslenska króna. Það voru plön um að byggja annars konar margnota íþróttaleikvang á svæðinu en það þótti of dýrt. Það hefur opnað dyrnar fyrir Chelsea. Þetta er mjög kostnaðarsamt því eftir kaupin á landsvæðinu þarf auðvitað að byggja glæsilegan leikvang sem stenst allar nútímakröfur til íþróttamannvirkja. Chelsea are in talks to leave Stamford Bridge and build a new stadium at Earls Court… ✅ pic.twitter.com/qTvCFrtmj7— LDN (@LDNFootbalI) September 10, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Chelsea hefur spilað á Stamford Bridge síðan árið 1905 og leikvangurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þessari rúmu öld sem er liðin. Leikvangurinn tekur 42 þúsund manns í dag sem er mun minna en hjá hinum stóru félögunum. Það er stór krafa hjá nýjum eigendum að komast á stærri leikvang og auka innkomuna á leikjum liðsins. 🚨 BREAKING: Chelsea have held talks over leaving Stamford Bridge and moving to Earls Court as they seek a resolution to their plans for a bigger stadium. (Guardian) pic.twitter.com/JecYClA84p— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) September 10, 2024 Guardian segir að Chelsea sé farið í viðræður um nýjan leikvang og hafi fundið stað fyrir nýjan völl í Earl's Court hverfinu, sem er aðeins norðar en Stamford Bridge. Chelsea færi því ekki mjög langt. Svæðið, Lillie Bridge Depot, er nú geymslu- og viðgerðasvæði fyrir neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Félagið þarf að kaupa landsvæðið og samkvæmt heimildum The Guardian þá er það metið á fimm hundruð milljónir punda eða níutíu milljarða íslenska króna. Það voru plön um að byggja annars konar margnota íþróttaleikvang á svæðinu en það þótti of dýrt. Það hefur opnað dyrnar fyrir Chelsea. Þetta er mjög kostnaðarsamt því eftir kaupin á landsvæðinu þarf auðvitað að byggja glæsilegan leikvang sem stenst allar nútímakröfur til íþróttamannvirkja. Chelsea are in talks to leave Stamford Bridge and build a new stadium at Earls Court… ✅ pic.twitter.com/qTvCFrtmj7— LDN (@LDNFootbalI) September 10, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira