Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari, söngvari, leikari - og nú einnig læknanemi. Stöð 2 Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2. Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2.
Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira