Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2024 09:05 Pia Kjærsgaard tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1984. EPA Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira