Forest kom flestum á óvart og stoppaði sigurgöngu Liverpool 14. september 2024 15:54 Andy Robertson hjá Liverpool sést hér niðurlútur eftir að Callum Hudson-Odoi kom Nottingham Forest yfir. Getty/Carl Recine Nottingham Forest varð í dag fyrsta liðið til að bæði skora hjá og vinna Liverpool þegar liðið sótti þrjú stig á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Forest vann leikinn 1-0 og það var varamaðurinn Callum James Hudson-Odoi sem skoraði sigurmarkið á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni, Anthony Elanga. Mark Hudson-Odoi var mjög laglegt eftir hraða sókn. Hann fékk boltann fyrir utan teginn og afgreiddi hann frábærlega í markið. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Arne Slot og allt leit frábærlega út. Hlutirnir gengu ekki upp í dag og niðurstaðan gríðarlega örugglega vonbrigði. Þetta er fyrsti sigur Forest á Anfield síðan 1969 eða í 55 ár. Margir leikmenn Liverpool voru að spila mikið í landsleikjahléinu og liðið virkaði dauft og þreytulegt í þessum leik. Boltinn gekk hægt og það hentaði baráttuglöðum gestum vel. Luis Diaz átti stangarskot í fyrri hálfleiknum en annars gekk Liverpool ekki vel að skapa sér færi í þessum leik enda sést það á því að xG, áætluð mörk, voru undir einum (0,87). Enski boltinn
Nottingham Forest varð í dag fyrsta liðið til að bæði skora hjá og vinna Liverpool þegar liðið sótti þrjú stig á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Forest vann leikinn 1-0 og það var varamaðurinn Callum James Hudson-Odoi sem skoraði sigurmarkið á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá öðrum varamanni, Anthony Elanga. Mark Hudson-Odoi var mjög laglegt eftir hraða sókn. Hann fékk boltann fyrir utan teginn og afgreiddi hann frábærlega í markið. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Arne Slot og allt leit frábærlega út. Hlutirnir gengu ekki upp í dag og niðurstaðan gríðarlega örugglega vonbrigði. Þetta er fyrsti sigur Forest á Anfield síðan 1969 eða í 55 ár. Margir leikmenn Liverpool voru að spila mikið í landsleikjahléinu og liðið virkaði dauft og þreytulegt í þessum leik. Boltinn gekk hægt og það hentaði baráttuglöðum gestum vel. Luis Diaz átti stangarskot í fyrri hálfleiknum en annars gekk Liverpool ekki vel að skapa sér færi í þessum leik enda sést það á því að xG, áætluð mörk, voru undir einum (0,87).
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti