Haaland náði ekki þrennunni en tryggði sigurinn

Erling Haaland fagnar seinna marki sínu fyrir Manchester City í sigri á Brentford í dag.
Erling Haaland fagnar seinna marki sínu fyrir Manchester City í sigri á Brentford í dag. Getty/James Gill

Erling Braut Haaland tryggði Manchester City 2-1 endurkomusigur á Brentford og er kominn með níu mörk í fyrstu fjórum umferðunum.

City er því áfram með fullt hús og nú eitt á toppnum eftir að Liverpool tapaði sínum leik.

Yoane Wissa kom Brentford yfir eftir 22 sekúndur og það var því óvænt staða í upphafi leiks.

Haaland breytti stöðunni með tveimur mörkum með þrettán mínútna millibili.

Fyrra markið kom á 19. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann í teignum og sigurmarkiðið skoraði Haaland síðan á 32. mínútu eftir stoðsendingu frá markverðinum Ederson.

Haaland fékk nægan tíma til að innsigla þrennuna og verða sá fyrsti til að skora þrennu í þremur leikjum í röð en það tókst ekki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira