Hlustar á íslenskt útvarp í finnskri sveit Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2024 07:02 Jim hefur hlustað eftir erlendum útvarpsstöðvum í rúm 45 ár. Finnskum útvarpsáhugamanni tókst á dögunum að bæta íslenskum útvarpsstöðvum í safn þeirra erlendu útvarpsstöðva sem hann nær að hlusta á í sumarbústaði sínum í finnskri sveit í norðurhluta Finnlands í Lapplandi. FM 957, Gullið og fleiri útvarpsstöðvar hljóma því í eyrum Finnans. Jim Solatie hafði samband við fréttastofu til þess að fá það staðfest að raunverulega væri um íslenskt útvarp að ræða. Jim er sérlegur útvarpsáhugamaður sem hefur náð að safna um tíu þúsund „staðfestingum“ frá útvarpsstöðvum um heim allan. „Ég hef verið mikill áhugamaður um útvarpsbylgjur í rúm fjörutíu ár,“ segir Jim Solatie í samtali við Vísi. Hann útskýrir að á hverju sumri sé hægt að heyra útvarpsstöðvar frá fjarlægum stöðum þökk sé endurkasti í jónahvolfinu. Þar sé Ísland á fullkomnum stað. Sjálfur er Jim í hópi útvarpsáhugafólks í Finnlandi sem stundar það að koma fyrir útvarpsloftnetum á hinum ýmsu stöðum í von um að heyra í erlendum útvarpsstöðvum. Saknar Létt-Bylgjunnar „Ég nota sérstakt 14-element yagi loftnet. Þriðjudaginn 30. júlí síðastliðinn var sérstaklega gott endurkast á milli Finnlands og Íslands. Ég hlustaði í sumarbústaðnum mínum í Partakko, Lapplandi í Norður-Finnlandi. Klukkan 21:20 til 21:40 á íslenskum tíma náði ég í 95,7 og heyrði stöðina ykkar,“ segir Jim sem vísar þar að sjálfsögðu til hinna sívinsælu útvarpsstöðvar FM957. Hann sendi fréttastofu klippu af upptöku sinni en síðar bætti Jim um betur og náði einnig að hlusta á Bylgjuna, Gull-Bylgjuna, Country-Bylgjuna, X-ið 977 og Útvarp 101. Loftmynd frá Jim af bústaðnum og loftnetinu. „Ég er mjög stoltur af því að hafa náð að hlusta á flestar ykkar stöðvar. Það eru ein eða tvær sem ég hef ekki náð, af því að þær deila sömu tíðni og útvarpsstöðvar í Lapplandi sem eru með mjög öfluga útvarpssenda á svæðinu. Þannig ég bíð enn eftir því að það detti út á sama tíma og við náum hoppinu til Íslands,“ útskýrir Jim. „Létt-Bylgjan er til að mynda ein af þeim stöðvum sem eru á sömu tíðni og finnskar útvarpsstöðvar. Þannig að ég yrði eiginlega annað hvort að færa sendinn eða vonast eftir því að finnsku sendarnir detti út til þess að ná að hlusta á hana.“ Jim nefnir sem dæmi að það hafi litlu mátt muna að Country-Bylgjan yrði finnskum útvarpsbylgjum að bráð en sú stöð er á tíðninni 103,9. Finnska stöðin sé á 103,8. Auðvelt að bera kennsl á íslenskar stöðvar En hvernig í ósköpunum tekst Finnum að hlusta á íslenskt útvarp? Jim útskýrir að enginn viti nákvæmlega hvað eigi sér stað en á sumrin í kringum miðnætti að finnskum tíma myndist kjöraðstæður í jónahvolfinu sem valdi því að útvarpsbylgjur „hoppi.“ „Venjulega fer merkið beint og upp en ekki niður aftur eftir að það fer upp. Þegar jónahvolfið verður jónað þá hoppar merkið aftur niður til jörðu. Besta fjarlægðin fyrir þetta er frá þúsund og upp í 2500 kílómetra fjarlægð og Ísland fellur innan þessara marka og það er það sem gerir þetta mögulegt,“ útskýrir Jim. Það sem geri Ísland einstakt sé jú, landfræðileg lega eyjunnar. Jim segir auðvelt að bera kennsl á íslenskar stöðvar, enda sé íslenskan einstök og skeri sig úr. „Það eru engin nágrannalönd nálægt ykkur, þannig að þegar hoppið verður þá er engin truflun frá nágrannalöndum. Ég heyri til dæmis hérna í ítölskum útvarpsstöðvum í sendinum hér í suðurhluta Finnlands og þá heyrist mikið í þýskum og frönskum stöðvum á sama tíma enda eru þær að blandast saman á FM bandvíddinni. Þegar hoppið verður til Íslands eru stundum ein eða tvær frá austurhluta Grænlands sem læðast með en ekkert annað.“ Fjarlægðin frá sendi Jims og til Reykjavíkur. Lengsta merkið frá Asóreyjum Jim er í hópi um tvöhundruð áhugamanna í Finnlandi sem stunda þá iðju að hlusta eftir erlendum útvarpsstöðvum. Hann segist hafa fallið fyrir þessu þegar hann var einungis þrettán ára gamall. „Frændi minn sýndi mér límmiða sem hann hafði fengið senda frá útvarpsstöðvum í Afríku. Mér þótti mikið til koma og féll fyrir þessu og hef verið að gera þetta í næstum því 45 ár,“ segir Jim. Hann segir allt snúast um að fá staðfestingu frá viðkomandi stöðvum. „Númer eitt er að finna ný merki og hlusta á nýjar stöðvar. Svo er annað að skrifa útvarpsstöðvunum. Í dag er það einfalt og við sendum þeim bara tölvupóst, þar sem við biðjum um staðfestingu á því að þetta sé sannarlega útvarpsstöðin. Svo söfnum við þessum staðfestingum og það er gaman að fá svör, af því að þá ertu búinn að „negla“ þetta og þú ert kominn með stöðina í safnið. Jim starfar í nýsköpunargeiranum en hefur haft útvarp að áhugamáli í fjóra áratugi. Hvað ertu búinn að safna mörgum staðfestingum? „Ég er kominn með rétt yfir tíu þúsund. Það hefur tekið mig 44 ár að safna þeim og ég er enn að og er að leita að fleirum. Ég held ég hafi skrifað eitthvað í kringum ellefu eða tólf þúsund útvarpsstöðvum bréf. Maður fær auðvitað ekki alltaf svör og stundum þarf að fylgja þeim eftir og maður sendir póst aftur og þá gengur það oft upp.“ Jim segist sinna áhugamálinu allt árið um kring. Þó draumastarf hans væri að starfa í útvarpi er hann að vinna í nýsköpunargeiranum þar sem hann býr í Espoo, næst stærstu borg Finnlands skammt frá Helsinki. Hann hefur náð að hlusta á útvarpsstöðvar sem staddar eru allan hringinn í kringum hnöttinn frá Síle, Argentínu og Nýja-Sjálandi. „Ég held að mitt lengsta merki hafi verið frá Asóreyjum. Þær eru mjög langt í burtu og maður er alltaf að reyna að bæta metið en það er ekki auðvelt. Til þess er sumartíminn, til þess að reyna að heyra í fleiri áhugaverðum útvarpsstöðvum,“ segir Jim. Hann segir finnska metið vera í kringum 5000 kílómetra fjarlægð þegar tókst að hlusta á indverskar útvarpsstöðvar. „FM fjarlægðin er venjulega í kringum 3000 til 4000 kílómetrar en það eru sjaldgæf dæmi um tilvik þar sem merkið hefur hoppað í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð.“ Finnland Tækni FM957 Fjölmiðlar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Jim Solatie hafði samband við fréttastofu til þess að fá það staðfest að raunverulega væri um íslenskt útvarp að ræða. Jim er sérlegur útvarpsáhugamaður sem hefur náð að safna um tíu þúsund „staðfestingum“ frá útvarpsstöðvum um heim allan. „Ég hef verið mikill áhugamaður um útvarpsbylgjur í rúm fjörutíu ár,“ segir Jim Solatie í samtali við Vísi. Hann útskýrir að á hverju sumri sé hægt að heyra útvarpsstöðvar frá fjarlægum stöðum þökk sé endurkasti í jónahvolfinu. Þar sé Ísland á fullkomnum stað. Sjálfur er Jim í hópi útvarpsáhugafólks í Finnlandi sem stundar það að koma fyrir útvarpsloftnetum á hinum ýmsu stöðum í von um að heyra í erlendum útvarpsstöðvum. Saknar Létt-Bylgjunnar „Ég nota sérstakt 14-element yagi loftnet. Þriðjudaginn 30. júlí síðastliðinn var sérstaklega gott endurkast á milli Finnlands og Íslands. Ég hlustaði í sumarbústaðnum mínum í Partakko, Lapplandi í Norður-Finnlandi. Klukkan 21:20 til 21:40 á íslenskum tíma náði ég í 95,7 og heyrði stöðina ykkar,“ segir Jim sem vísar þar að sjálfsögðu til hinna sívinsælu útvarpsstöðvar FM957. Hann sendi fréttastofu klippu af upptöku sinni en síðar bætti Jim um betur og náði einnig að hlusta á Bylgjuna, Gull-Bylgjuna, Country-Bylgjuna, X-ið 977 og Útvarp 101. Loftmynd frá Jim af bústaðnum og loftnetinu. „Ég er mjög stoltur af því að hafa náð að hlusta á flestar ykkar stöðvar. Það eru ein eða tvær sem ég hef ekki náð, af því að þær deila sömu tíðni og útvarpsstöðvar í Lapplandi sem eru með mjög öfluga útvarpssenda á svæðinu. Þannig ég bíð enn eftir því að það detti út á sama tíma og við náum hoppinu til Íslands,“ útskýrir Jim. „Létt-Bylgjan er til að mynda ein af þeim stöðvum sem eru á sömu tíðni og finnskar útvarpsstöðvar. Þannig að ég yrði eiginlega annað hvort að færa sendinn eða vonast eftir því að finnsku sendarnir detti út til þess að ná að hlusta á hana.“ Jim nefnir sem dæmi að það hafi litlu mátt muna að Country-Bylgjan yrði finnskum útvarpsbylgjum að bráð en sú stöð er á tíðninni 103,9. Finnska stöðin sé á 103,8. Auðvelt að bera kennsl á íslenskar stöðvar En hvernig í ósköpunum tekst Finnum að hlusta á íslenskt útvarp? Jim útskýrir að enginn viti nákvæmlega hvað eigi sér stað en á sumrin í kringum miðnætti að finnskum tíma myndist kjöraðstæður í jónahvolfinu sem valdi því að útvarpsbylgjur „hoppi.“ „Venjulega fer merkið beint og upp en ekki niður aftur eftir að það fer upp. Þegar jónahvolfið verður jónað þá hoppar merkið aftur niður til jörðu. Besta fjarlægðin fyrir þetta er frá þúsund og upp í 2500 kílómetra fjarlægð og Ísland fellur innan þessara marka og það er það sem gerir þetta mögulegt,“ útskýrir Jim. Það sem geri Ísland einstakt sé jú, landfræðileg lega eyjunnar. Jim segir auðvelt að bera kennsl á íslenskar stöðvar, enda sé íslenskan einstök og skeri sig úr. „Það eru engin nágrannalönd nálægt ykkur, þannig að þegar hoppið verður þá er engin truflun frá nágrannalöndum. Ég heyri til dæmis hérna í ítölskum útvarpsstöðvum í sendinum hér í suðurhluta Finnlands og þá heyrist mikið í þýskum og frönskum stöðvum á sama tíma enda eru þær að blandast saman á FM bandvíddinni. Þegar hoppið verður til Íslands eru stundum ein eða tvær frá austurhluta Grænlands sem læðast með en ekkert annað.“ Fjarlægðin frá sendi Jims og til Reykjavíkur. Lengsta merkið frá Asóreyjum Jim er í hópi um tvöhundruð áhugamanna í Finnlandi sem stunda þá iðju að hlusta eftir erlendum útvarpsstöðvum. Hann segist hafa fallið fyrir þessu þegar hann var einungis þrettán ára gamall. „Frændi minn sýndi mér límmiða sem hann hafði fengið senda frá útvarpsstöðvum í Afríku. Mér þótti mikið til koma og féll fyrir þessu og hef verið að gera þetta í næstum því 45 ár,“ segir Jim. Hann segir allt snúast um að fá staðfestingu frá viðkomandi stöðvum. „Númer eitt er að finna ný merki og hlusta á nýjar stöðvar. Svo er annað að skrifa útvarpsstöðvunum. Í dag er það einfalt og við sendum þeim bara tölvupóst, þar sem við biðjum um staðfestingu á því að þetta sé sannarlega útvarpsstöðin. Svo söfnum við þessum staðfestingum og það er gaman að fá svör, af því að þá ertu búinn að „negla“ þetta og þú ert kominn með stöðina í safnið. Jim starfar í nýsköpunargeiranum en hefur haft útvarp að áhugamáli í fjóra áratugi. Hvað ertu búinn að safna mörgum staðfestingum? „Ég er kominn með rétt yfir tíu þúsund. Það hefur tekið mig 44 ár að safna þeim og ég er enn að og er að leita að fleirum. Ég held ég hafi skrifað eitthvað í kringum ellefu eða tólf þúsund útvarpsstöðvum bréf. Maður fær auðvitað ekki alltaf svör og stundum þarf að fylgja þeim eftir og maður sendir póst aftur og þá gengur það oft upp.“ Jim segist sinna áhugamálinu allt árið um kring. Þó draumastarf hans væri að starfa í útvarpi er hann að vinna í nýsköpunargeiranum þar sem hann býr í Espoo, næst stærstu borg Finnlands skammt frá Helsinki. Hann hefur náð að hlusta á útvarpsstöðvar sem staddar eru allan hringinn í kringum hnöttinn frá Síle, Argentínu og Nýja-Sjálandi. „Ég held að mitt lengsta merki hafi verið frá Asóreyjum. Þær eru mjög langt í burtu og maður er alltaf að reyna að bæta metið en það er ekki auðvelt. Til þess er sumartíminn, til þess að reyna að heyra í fleiri áhugaverðum útvarpsstöðvum,“ segir Jim. Hann segir finnska metið vera í kringum 5000 kílómetra fjarlægð þegar tókst að hlusta á indverskar útvarpsstöðvar. „FM fjarlægðin er venjulega í kringum 3000 til 4000 kílómetrar en það eru sjaldgæf dæmi um tilvik þar sem merkið hefur hoppað í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð.“
Finnland Tækni FM957 Fjölmiðlar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira