Enski boltinn

Markahæsti leik­maður Man. Utd í fyrra til Brighton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brighton & Hove Albion keypti Nikita Parris frá Manchester United á lokadegi félagsskiptagluggans.
Brighton & Hove Albion keypti Nikita Parris frá Manchester United á lokadegi félagsskiptagluggans. @BHAFCWomen

Nikita Parris er orðin liðsfélagi Maríu Þórisdóttur hjá Brighton en hún fór á milli félaga á lokadegi félagsskipta í ensku kvennadeildinni.

Alveg eins og María á sínum tíma þá fór Parris frá Manchester United til Brighton sem kaupir ensku landsliðskonuna.

Parris er þrítug en hún var markahæst hjá Manchester United á síðustu leiktíð þegar liðið varð enskur bikarmeistari. Hún var í enska landsliðinu sem varð Evrópumeistari sumarið 2022.

Parris kom til United frá Arsenal í ágúst 2022 og skoraði alls 25 mörk í 57 leikjum með félaginu.

„Við erum himinlifandi með að fá til félagsins leikmann með gæði og reynslu eins og Nikitu. Það sýnir metnað félagsins,“ sagði Dario Vidosic, þjálfari Brighton.

„Markaskor Nikitu talar sínu máli og hún mun hjálpa okkur mikið á því sviði. Hún er mjög reynd og verður framúrskarandi fyrirmynd ekki síst fyrir okkar yngri leikmenn,“ sagði Vidosic.

Samningur Parris var að renna út í sumar en United nýtti klásúlu í honum sem gaf þeim kost á að framlengja hann um eitt ár vitandi að þá þyrftu áhugasöm félög að borga fyrir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×