„Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:24 Arne Slot og Kostas Tsimikas niðurlútir á hliðarlínunni þegar Liverpool fékk markið á sig. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot laut í lægra haldi í fyrsta sinn sem þjálfari Liverpool í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifar tapið á skort á einstaklingsgæðum og slakar sendingar. Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig. Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Liðið vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins undir hans stjórn og sigur í dag hefði verið besta byrjun nýs þjálfara í deildinni, en það met er enn í eigu José Mourinho sem vann fyrstu fjóra leikina sem þjálfari Chelsea árið 2004. „Niðurstaðan er grátleg og við getum ekki verið sáttir með að hafa tapað þessum leik,“ sagði Slot eftir leik. Liverpool var, eins og búast mátti við, meira með boltann en gekk illa að skapa hættuleg marktækifæri. Luis Díaz átti stangarskot í fyrri hálfleik en nær komust þeir ekki marki gestanna. „Við þurfum að líta inn á við, verðum að gera betur. Alltof oft missum við boltann þegar við vorum í fínni stöðu, þetta var ekki nógu gott. Margir sem sýndu ekki sína bestu frammistöðu í dag, skortur á einstaklingsgæðum, og við verðum að passa betur upp á boltann.“ Markið skoraði varamaðurinn Callum Hudson-Odoi með laglegu skoti rétt fyrir utan teig upp úr skyndisókn. Stoðsendinguna gaf varamaðurinn Anthony Elanga. „Ákvarðanatakan var ekki nógu góð, við framkvæmdum sóknirnar ekki vel. Vörðumst ágætlega, en þeir settu tvo snögga leikmenn inn á sem gerðu okkur erfitt fyrir. Við tókum áhættur til að sækja sigurinn og þeir refsuðu bara með mjög fínu marki,“ sagði Slot einnig.
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira