Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 08:23 Keir Starmer og eiginkona hans Victoria Starmer á leið til að kjósa í Camden í London í júlí. Vísir/EPA Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Í frétt Guardian segir að Starmer hafi þannig brotið á reglum þingsins sem gildi um gjafir og styrki. Þar kemur einnig fram að talsmaður forsætisráðuneytisins segir lista um styrki og gjafir hafa verið uppfærða um leið og þau fengu uppfærðar leiðbeiningar um hvað ætti að vera á listanum. Styrkirnir sem hann þáði frá Alli nægðu fyrir persónulegum aðstoðarmanni við innkaup fyrir konu hans, fötum og breytingum á fötunum í aðdraganda og eftir kosningar í júlí. Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa krafist þess að rannsókn verði gerð á tengslum Alli og Starmer en Alli hefur styrkt Verkamannaflokkinn um hálfa milljón punda frá 2020. Þá er haft eftir talsmanni forsætisráðuneytisins í frétt Guardian að þau hefðu leitað til yfirvalda með leiðbeiningar þegar þau tóku við völdum og að þau hafi talið sig vera að fylgja reglunum. Eftir frekara samtal hafi þau tilkynnt um fleiri gjafir og styrki. Þá kemur fram í fréttinni að Alli hafi í síðasta mánuði fengið öryggispassa að skrifstofu og heimili forsætisráðherrans við Downing-stræti án þess þó að hafa nokkuð hlutverk innan ríkisstjórnarinnar. Málið vakti nokkra athygli og var sagt í fréttum að Alli hefði fengið „passa fyrir gler“ vegna þess að hann hafði styrkt flokkinn um klæðnað, húsnæði og gleraugu. Það er þó tekið fram í grein Guardian að ekki sé útlit fyrir brot á neinum reglum hvað það varðar. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Í frétt Guardian segir að Starmer hafi þannig brotið á reglum þingsins sem gildi um gjafir og styrki. Þar kemur einnig fram að talsmaður forsætisráðuneytisins segir lista um styrki og gjafir hafa verið uppfærða um leið og þau fengu uppfærðar leiðbeiningar um hvað ætti að vera á listanum. Styrkirnir sem hann þáði frá Alli nægðu fyrir persónulegum aðstoðarmanni við innkaup fyrir konu hans, fötum og breytingum á fötunum í aðdraganda og eftir kosningar í júlí. Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa krafist þess að rannsókn verði gerð á tengslum Alli og Starmer en Alli hefur styrkt Verkamannaflokkinn um hálfa milljón punda frá 2020. Þá er haft eftir talsmanni forsætisráðuneytisins í frétt Guardian að þau hefðu leitað til yfirvalda með leiðbeiningar þegar þau tóku við völdum og að þau hafi talið sig vera að fylgja reglunum. Eftir frekara samtal hafi þau tilkynnt um fleiri gjafir og styrki. Þá kemur fram í fréttinni að Alli hafi í síðasta mánuði fengið öryggispassa að skrifstofu og heimili forsætisráðherrans við Downing-stræti án þess þó að hafa nokkuð hlutverk innan ríkisstjórnarinnar. Málið vakti nokkra athygli og var sagt í fréttum að Alli hefði fengið „passa fyrir gler“ vegna þess að hann hafði styrkt flokkinn um klæðnað, húsnæði og gleraugu. Það er þó tekið fram í grein Guardian að ekki sé útlit fyrir brot á neinum reglum hvað það varðar.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira