Enski boltinn

Segist eiga meiri mögu­leika á að vinna dansþátt en Spurs að vinna titil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Merson varð tvívegis Englandsmeistari með Arsenal.
Paul Merson varð tvívegis Englandsmeistari með Arsenal. getty/James Gill

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur ekki mikla trú á að Tottenham vinni langþráðan titil á þessu tímabili.

Arsenal sigraði Tottenham, 0-1, í Norður-Lundúnaslagnum í gær. Í viðtali eftir leikinn sagði Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Spurs, að hann ynni alltaf titil á öðru tímabili sínu hjá félagi. Merson gaf lítið fyrir þessi ummæli Postecoglus.

„Ég er hrifinn af Ange en ég á meiri möguleika á að vinna Strictly,“ sagði Merson og vísaði til dansþáttarins vinsæla Strictly Come Dancing.

Merson sagði að það væri raunhæfara fyrir Spurs að stefna á að ná Meistaradeildarsæti en að vinna titil og það yrði vel af sér vikið.

Spurs hefur tapað tveimur leikjum í röð og er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig.


Tengdar fréttir

„Arsenal spilaði eins og meistaralið“

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×